18.1.2001 0:00

Fimmtudagur 18.1.2001

Klukkan 15.30 tók ég skóflustungu að nýbyggingu við Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. Klukkan 17.00 var ég á Bessastöðum, þegar afhent voru nýsköpunarverðlaun forseta Íslands. Klukkan 20.15 voru greidd atkvæði um að vísa frumvarpinu vegna öryrkjadómsins til 2. umræðu og náði ég eftir það á seinni hluta tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Vladimirs Ashkenazys.