28.12.2000 0:00

Fimmtudagur 28.12.2000

Klukkan 14.00 ritaði ég undir samning við Skýrr um nýtt upplýsingakerfi fyrir framhaldsskólana. Klukkan 16.00 fórum við Rut í Sunnusal Hótels Sögu, þar sem Talnakönnun og Frjáls verslun tilefndu Olgeir Kristjónsson mann ársins í viðskiptalífinu og kom það í minn hlut að afhenda honum viðurkenningarskjalið. Síðan fórum við í Norræna húsið, þar sem Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur hafði fengið Ásu Wright verðlaunin. Um kvöldið var ég síðan að Hótel Loftleiðum, þar sem Vala Flosadóttir var tilnefnd íþróttamaður ársins.