Fimmtudagur 14.12.2000
Við upphaf fundar þingfundar kl. 10.30 hófu þingmenn vinstri/grænna máls á því, að ég hefði beitt óeðlilegum aðferðum , þegar ég samþykkti tilmæli útvarpsstjóra um hækkun afnotagjalds. Ég hafnaði þessari skoðun með vísan til ákvæða í lögum um Ríkisútvarpið. Klukkan 11.00 var ég í Þjóðmenningarhúsinu, þar sem Rannskóknarráð Íslands og Össur kynntu stóran styrk til Össurar frá ESB.