9.11.2000 0:00

Fimmtudagur 9.11.2000

Klukkan 10.00 fór ég á Hótel Borg, þar sem við Tórbjörn Jacobsen, menntamálaráðherra Færeyja, hittum Bubba Morthens, en Tórbjörn hafði óskað eftir því, þegar við hittumst í fyrsta sinn í Árósum um miðjan ágúst, að ég kæmi á fundi hans og Bubba, þegar hann kæmi til Íslands. Klukkan 15.00 var blaðamannafundur í Þjóðmenningarhúsinu, þar sem forsætisráðherra kynnti áætlun um ritun sögu Stjórnarráðsins, en ég er formaður ritnefndar. Klukkan 19.30 fórum við á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þar sem Einar Jóhannesson klarinettuleikari frumflutti konsert eftir Jón Nordal við mikla hrifningu.