2.11.2000 0:00

Fimmtudagur 2.11.2000

Í hádeginu tók ég skóflustungu að nýju húsi fyrir Bandalag íslenskra skáta, sem mun rísa við Hraunbæ í Reykjavík. Fór í Reykholt síðdegis og tók þátt í fundi með skólameisturum framhaldsskólanna. Umræður snerust að sjálfsögðu mest um yfirvofandi verkfall. Það var svo hvasst að við tókum þann kost að aka upp á Mosfellsheiði og um Kjós yfir Dragháls í Reykholt og sömu leið til baka. Var bent á hættu vegna sviptivinda á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli.