26.10.2000 0:00

Fimmtudagur 26.10.2000

Klukkan 08.00 fór í ég tíma í stjórnmálafræði í Verslunarskóla Íslands og ræddi við nemendur. Um kvöldið fór ég í Smiðjuna, nýtt nemendaleikhús Listaháskóla Íslands, sem ég tók þátt í að opna og sá síðan sýningu nemenda á Ofviðrinu eftir William Shakespeare. Þótti mér hinir ungu leikarar sýna góð tilþrif auk þess sem skemmtilegt er að sjá, hve öllu er haganlega komið fyrir í þessu gamla smiðjuhúsnæði Landssmiðjunnar við Sölvhólsgötu. Fasteignir ríkissjóðs hafa umsjón með húsnæðinu og hafa komið að endurbótum á því en menntamálaráðuneytið fjármagnaði tækjakaup.