8.6.2000 0:00

Fimmtudagur 8.6.2000

Klukkan 17.00 var athöfn í Listasafni Íslands, þar sem ég tók á móti málverkagjöf frá Slóveníu en félagar í Rotatry-klúbbi í Portoroz höfðu atbeina að gjöfinni en listamaðurinn Oblak kemur úr þeirra hópi og tók þátt í athöfninni ásamt stjórn Rotaryklúbbs Reykjavíkur, sem var tengiliður hér á landi. Málverkin eru þakklætisvottur fyrir að Íslendingar urðu fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Slóveníu. Klukkan 20.00 hófust stórsöngvaratónleikar með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Laugardalshöll og þar með lokaviðburður Listahátíðar í Reykjavík árið 2000. Buðum við Rut til lokahófs eftir tónleikana í Ásmundarsafni.