Fimmtudagur 20.4.2000
Klukkan 14.00 var Þjóðmenningarhúsið opnað og var ég meðal þeirra, sem fluttu ávarp. Klukkan 16.00 var afmælishátíð Þjóðleikhússins og var ég í hópi þeirra, sem fluttu afmælisávörp. Klukkan 20.00 var frumsýning á Jónsmessunæturdraumi eftir Shakespeare í Þjóðleikhúsinu.