17.2.2000 0:00

Fimmtudagur 17.2.2000

Klukkan 9.30 fórum við í heimsókn í Fullorðinsfræðslu fatlaðra á Akureyri. Klukkan 10.00 efndi ég til fundar með nemendum í Menntaskólanum á Akureyri og klukkustund síðar með kennurum. Klukkan 12.00 bauð bæjarstjóri og forsteti bæjarstjórnar á Akureyri mér til hádegisverðar og síðan rituðum við undir endurnýjaðan menningarsamning milli bæjarins og menntamálaráðuneytis. Klukkan 14.00 efndi ég til fundar með nemendum og klukkutíma síðar með kennurum í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Héldum heim aftur með vél klukkan 19.00.