3.2.2000 0:00

Fimmtudagur 3.2.2000

Klukkan 10.00 efndum við til funda með nemendum og síðan kennurum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Klukkan 17.00 tók ég þátt í athöfn í Tæknigarði, þar sem Ráðgjafaþjónusta Háskóla Íslands og Nýsköpunarsjóður stóðu að því að veita viðurkenningu fyrir góð rannsóknaverkefni, en þau eru kölluð Upp úr skúffunum.