Fimmtudagur 27.1.2000
Klukkan 13.00 voru fundir í Menntaskólanum í Kópavogi með nemendum og kennurum. Klukkan 17.00 tók ég þátt í athöfn í Margmiðlunarskólanum, þegar honum var hleypt af stokkunum í glæsilegu húsnæði með miklu af góðum tækjum. Þetta er einkaskóli, þar sem kraftar rafiðnaðar og prentiðnaðar eru sameinaðir. Klukkan 18.00 tókum við Rut þátt í því þegar Gallery Landsbréfa var opnað á netinu með sýningu á verkum Tolla. Var gestum boðið að þiggja veitingar á Rex.