Fimmtudagur 20.1.2000
Klukkan 9.30 átti ég samtal við Hjálmar Jónsson blaðamann á Morgunblaðinu, sem birtist laugardaginn 22. janúar og snerist um verkefnaáætlun menntamálaráðuneytisins fyrir 1999 til 2003. Klukkan 10.30 var ég kominn í Skútuvog 1, þar sem skrifað var undir samning milli ráðuneytisins og Hugvits um fjarkennslubúnað á íslensku. Klukkan 13.00 var fundur með nemendum Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og klukkustund síðar með kennurum skólans. Klukkan 17.00 vorum við Rut á Bessastöðum, þar sem Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent. Klukkan 20.00 fórum við á tónleika Sinfónúhljómsveitar Íslands.