4.2.1999 0:00

Fimmtudagur 4.2.1999

Ég flutti á alþingi framsöguræðu fyrir frumvarpi til útvarpslaga og fjórum frumvörpum sem starfandi dómsmálaráðherra. Klukkan 15.00 komu fulltrúar Símans í ráðuneytið og afhentu mér fyrsta íslenska GSM-símann með valmynd á íslensku og með íslenskum bókstöfum. Um kvöldið fórum við á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hallgrímskirkju, þar sem Orgelkonsert Jóns Leifs var meðal annars fluttur.