25.2.1999 0:00

Fimmtudagur 25.2.1999

Síðdegis ritaði ég undir samning um að tveir grunnskólar í Vestmannaeyjum verði svokallaðir Globe-skólar, það er að þeir taki þátt í Globe-verkefninu, sem stofnað er til af Bandaríkjamönnum og miðar að fræðslu í umhverfismálum og samstarfi skólabarna um heim allan á því sviði. Klukkan 17.15 efndi málefnanefnd Sjálfstæðisflokksins um skólamál til fundar um námskrár og nýja skólastefnu. Var ég meðal frummælenda á fundinum.