29.4.1999 0:00

Fimmtudagur 29.4.1999

Í hádeginu var kosningafundur í Iðnskólanum í Reykjavík. Klukkan 16.00 var ég í Flensborgarskóla í Hafnarfirði, þar sem kynnt var höfðingleg tölvu- og upplýsingatæknigjöf 20 ára nemenda skólans. Þegar ég kom úr Hafnarfirði fór ég í Kringluna og var um eina klukkustund á kosningabás okkar sjálfstæðismanna þar. Um kvöldið fór ég á glæsilega 100 ára afmælishátíð KFUM og K.