15.7.1999 0:00

Fimmtudagur 15.7.1999

Við ráðuneytisfólk fórum fyrir hádegi í heimsókn í Vesturvör í Kópavogi, þar sem unnið er að því að koma ljósmyndasafni og munum Þjóðminjasafns Íslands fyrir í nýju geymsluhúsnæði. Má fullyrða, að aldrei hafi verið búið betur að þessum dýrgripum en gert er á þessum stað. Dregur nú óðfluga að því að hús safnsins við Suðurgötu tæmist og unnt verði að ráðast í löngu tímabærar framkvæmdir þar. Skrapp síðdegis í Bláa lónið, þar sem nýtt húsnæði var opnað við nýjan baðstað í lóninu. Hefur verið staðið að öllum framkvæmdum af miklum stórhug og skapaður ævintýraheimur í hrauninu.