Fimmtudagur 5.8.1999
Fyrir hádegi hitti ég Stephane Dion, innanríkisráðherra Kanada. Var hann hér á landi til að flytja fyrirlestur á ráðstefnu um kanadísk málefni. Hafði hann mikinn áhuga á að kynnast mennta- og menningarmálum okkar Íslendinga og bera saman stöðuna hér og í Kanada.