5.2.1998 0:00

Fimmtudagur 5.2.1998

Klukkan 16.00 efndi Rannsóknarráð Íslands til athafnar í Þjóðarbókhlöðunni í tilefni af því, að rannsóknagagnasafn þess var opnað á netinu. Kom það í minn hlut að skrá mig sem fyrsta notandann. Gagnasafnið er vistað hjá Miðheimum-Skímu og gat ég talað af eigin reynslu í um það bil þrjú ár, þegar ég sagði, að allan þann tíma hefði ég vistað vefsíðu mína hjá Miðheimum og aldrei lent í neinum vandræðum. Klukkan 17.00 var athöfn í Listasafni Íslands, þar sem forseti Íslands afhenti menningarverðlaun VÍS en Kjartan Gunnarsson, stjórnarformaður VÍS, kynnti verðlaunahafa og bauð til kampavínsveislu.