19.3.1998 0:00

Fimmtudagur 19.3.1998

Klukkan 16.00 kom það í minn hlut að opna sýninguna Matur '98 í Smáranum. Var skemmtilegt og fróðlegt að ganga á milli sýningarbása og kynnast því, sem í boði var. Klukkan 18.00 sat í fyrir svörum í þjóðarsálinni á Rás 2 en Sigríður Arnardóttir stjórnaði þættinum. Hringdu fjölmargir. Klukkan 20.00 var skólastefnufundur í Skútunni í Hafnarfirði. Þar var einnig þéttsetinn salur og margir tóku til máls.Var sérstaklega ánægjulegt, hve margir foreldrar létu í sér heyra á fundinum.