26.3.1998 0:00

Fimmtudagur 26.3.1998

Klukkan 13.30 fór ég í Listasafn Einars Jónssonar og skoðaði það með Hrafnhildi Schram forstöðumanni og Ármanni Snævar stjórnarformanni eftir gangerar endurbætur innan húss og utan. Er gleðilegt að sjá, að tekist hafi að varna stórfelldum skemmdum á þessu merka safni. Klukkan 15.00 sat ég fund í boði Hins íslenska kennarafélags til að ræða um nýju skólastefnuna. Voru þar forráðamenn HÍK og formenn fagfélaga og voru umræðurnar hinar gagnlegustu.