Fimmtudagur 26.3.1998
Klukkan 16.00 boðaði menntamálaráðuneytið fulltrúa í 7 starfsgreinaráðum af 14 til fundar í Ársal Hótel Sögu. Sátu rúmlega 100 manns fundinn og var þessum fyrstu ráðum ýtt þar úr vör. Bind ég miklar vonir við störf þeirra í þágu starfsmenntunar, en ráðin eiga meðal annars að gera tillögur um námskrár einstakra starfsgreina. Um kvöldið var Kastljós-þáttur í sjónvarpinu undir stjórn Ernu Indriðadóttur um nýju skólastefnuna. Hef ég orðið var við, að hann hafi mælst vel fyrir. Sjálfum þótti mér hann vel gerður.