21.5.1998 0:00

Fimmtudagur 21.5.1998

Klukkan 20 fórum við í Menntaskólann við Hamrahlíð, þar sem kór skólans og Hamrahlíðakórinn héldu upp á 30 ára afmæli skólakórsins. Er í raun einstakt, að Þorgerði Ingólfsdóttur, mágkonu minni, skuli hafa tekist að halda út með jafnmiklum ágætum jafnlengi. Á hverju hausti hefst hún handa við að smíða þetta hljóðfæri með nýjum röddum, en hún slær aldrei af kröfunum og árangurinn er alltaf í samræmi við það.