4.6.1998 0:00

Fimmtudagur 4.6.1998

Klukkan 9.30 ávarpaði ég ráðstefnu um skólaþróun og listir. Klukkan 16.00 var móttaka í Háuhlíð 9 á vegum húsmæðrakennaraskorar Kennaraháskóla Íslands vegna útkomu sögu hússtjórnarkennslu á Íslandi eftir Önnu Ólafsdóttur Björnsson. Klukkan 17. 00 afhenti ég skírteini til þeirra, sem tóku að þessu sinni þátt í verkefninu útflutningsaukning og hagvöxtur á vegum Útflutningsráðs. Gat ég skotist á þessa staði milli atkvæðagreiðslna á Alþingi. Klukkan 20.00 var afmælissýning Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu. Þar urðu menn greinilega varir við 5,3 jarðskjálftann um klukkan 21.30 og féll hann vel inn í dansverkið Stool-game eftir hinn fræga Tékka Jirí Kylián, sem var viðstaddur og fagnaði skjálftanum sérstaklega sem hluta af verkinu.