23.7.1998 0:00

Fimmtudagur 23.7.1998

Þennan dag voru hér tveir fulltrúar frá Microsoft, tölvufyrirtæki Bills Gates. Komu þeir hingað til viðræðna um þýðingu á hugbúnaði fyrirtækisins. Lofa viðræðurnar góðu um framhaldið, sem ræðst þó mest af því, að viðskiptalegar forsendur séu fyrir að ráðast í þetta mikla verk. Verður lagt mat á það næstu vikur og síðan lagt á ráðin að nýju.