1.10.1998 0:00

Fimmtudagur 1.10.1998

Alþingi kom saman í 123. sinn Athöfnin hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 13.30, þar sem séra Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur á Ólafsfirði, predikaði. Að guðsþjónustu lokinni gekk þingheimur til Alþingishússins þar sem þingsetning fór fram. Forsætisráðherra Davíð Oddsson setti þingið í fjarveru Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Ræða séra Sigríðar vakti sérstaka athygli og var það mál þingmanna, að hún hefði í senn verið góð og vel flutt.