29.10.1998 0:00

Fimmtudagur 29.10.1998

Fyrir hádegi ávarpaði ég fund skólameistara og svaraði spurningum þeirra um þau málefni, sem ber hæst í samskiptum ráðuneytisins og framhaldsskólanna um þessar mundir. Um kvöldið fór ég á fund hjá Orator, félagi laganema, í Lögbergi, en þangað komum við fjórir lögfræðingar og gerðum grein fyrir því, hvernig námið í lagadeildinni hefði nýst okkur í ólíkum störfum.