Fimmtudagur 5.11.1998
Flutti um morguninn ræðu á ársfundi íþrótta- æskulýðs- og tómstundafulltrúa, sem komu víða að af landinu. Gerði meðal annars grein fyrir hugmyndum um ný lög í stað laga um æskulýðsmál frá 1970. Klukkan 15.00 var ég á blaðamannafundi á vegum Húsafriðunarnefndar ríkisins með Herði Ágústssyni til að kynna nýja bók eftir hann um íslenska byggingararfleifð. Klukkan 17.00 fórum við Rut í Þjóðarbókhlöðu, þar sem Sindri Freysson fékk bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness, sem Vaka-Helgafell veitir.