Fimmtudagur 12.11.1998
Klukkan 15. 00 var ritað undir samkomulag menntamálaráðuneytisins og Menntafélags byggingariðnaðarins um að félagið tæki við umsjá sveinsprófa og fleiri verkefnum af ráðuneytinu. Held ég, að fáir geri sér grein fyrir þeirri miklu breytingu, sem er að verða á skipan starfsnám og stjórn þess. Til dæmis lauk ráðuneytið nú í vikunni við að gera samstarfssamninga við öll starfsgreinaráðin 14, sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þessu efni. Klukkan 16.00 opnaði Orðabók háskólans aðgang að sinni á vefnum. Um kvöldið fór ég með Árna Johnsen til Þorlákshafnar og tók þar þátt í almennum fundi, sem var vel sóttur, en auk okkar Árna höfðu Þorsteinn Pálsson og Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður framsögumenn á fundinum.