Fimmtudagur 19.11.1998
Síðdegis flaug ég vestur á Ísafjörð með þinmönnunum Einar K. Guðfinnssyni og Einari Oddi Kristjánssyni. Höfðu sjálfstæðismenn boðað til fundar um menntamál á hótelinu á Ísafirði þá um kvöldið, en áður fórum við í Bolungarvík og skoðuðum glæsilegt náttúrgripasafn þar. Fundurinn var vel sóttur og urðu umræður miklar.