10.12.1998 0:00

Fimmtudagur 10.12.1998

Síðdegis voru umræður um bandorm ríkisstjórnarinnar á Alþingi. Ég fór klukkan 17.00 í Fjárvang og opnaði þar nýtt gallerí en Pétur Gautur listmálari er fyrstur til að sýna málverk sín þar. Um níuleytið um kvöldið kom frumvarp mitt til jöfnunar á námskostnaði framhaldsskólanema til fyrstu umræðu á alþingi. Eykur það réttindi nokkur hundruð framhaldsskólanemenda og kostar ríkissjóð allt að 25 m. kr. í framkvæmd.