17.12.1998 0:00

Fimmtudagur 17.12.1998

Klukkan 15.00 ritaði ég undir samkomulag við fulltrúa bíliðngreina og skólameistara Borgarholtsskóla um starfsemi Fræðslumiðstöðvar bílgreina, sem hefur verið tilraunaverkefni í Borgarholtsskóla. Með samkomulaginu er samstarfið skilgreint á nýjan leik í ljósi reynslunnar. Um kvöldið fór ég á tónleika Kammersveitar Reykjavíkur í Áskirkju, þar sem fyrri Brandenborgarkonsertarnir þrír efti Bach voru fluttir. Hinir þrír eru fluttir síðdegis sunnudaginn 20. desember. Þar var Rut meðal einleikara, en hún hefur í 25 ár verið í forystu fyrir starfi kammersveitarinnar. Í vikunni kom einnig út hljómdiskur Rutar, þar sem hún flytur einleiksverk fyrir fiðlu eftir íslensk tónskáld.