Fimmtudagur 23.1.1997
Fimmtudaginn 23. janúar stóð til, að þinflokkur og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hittist á fundi í Varmahlíð í Skagafirði. Var ætlunin að rúta héldi héðan úr bænum klukkan 10 að morgni þessa dags. Vorum við milli 20 og 30 þar á þeim tíma. Niðurstaðan varð hins vegar sú, að vegna veðurs var hætt við ferðina norður. Var fundurinn í stað þess haldinn að Hótel Loftleiðum og stóð frá kl. 16.00 fram undir miðnætti.