Fimmtudagur 20.2.1997
Að morgni fimmtudagsins 20. febrúar fór ég í heimsókn í Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík, sem er til húsa í Skipholti og SS-húsinu í Laugarnesi. Var fróðlegt að kynnast starfi þessa skóla, sem er á milli vita, því að námið hefur ekki hlotið viðurkenningu sem háskólamenntun. Auk þess sætta menn sig illa við tvískiptingu hans milli húsa og kunna ekki beint vel við sig í SS-húsinu. Síðdegis fimmtudaginn 20. febrúar, eftir að ég kom úr sjónvarpsupptökunni á Ó-inu og áður en ég fór á fundinn í Kópavogi, var athöfn í ráðuneytinu, þar sem 27 sigurvegurum á grunnskólaaldir voru veittar viðurkenningar fyrir teikningar vegna Olympíuleikanna, en ráðuneytið stóð fyrir þessum viðurkenndingum með Olympíunefnd Íslands.