Fimmtudagur 3.4.1997
Síðdegis fimmtudaginn 3. apríl fór ég í Galleríið í Ingólfsstræti 8, þar var að hefjast sýning Þorvalds Þorsteinssonar, Íslensk myndlist, tekur hann ramma úr sjónvarpsfréttum, þar sem viðmælendur fréttamanna standa framan við málverk eftir íslenska listmálara, þegar við þá er rætt.