10.4.1997 0:00

Fimmtudagur 10.4.1997

Síðdegis fimmtudaginn 10. apríl fór ég með embættismönnum úr ráðuneytinu í heimsókn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ og kynntumst við þar áhugaverðum áformum um samstarf við aðila í atvinnulífi um símenntun og endurmenntun. Finnst mér það í vaxandi mæli vera að skila sér inn í skólastjórnir, að vænst er aukins frumkvæðis frá þeim. Er það hlutverk ráðuneytisins að bergðast við slíkum tillögum með vísan til laga og reglna og á grundvelli þess fjárhagslega svigrúms, sem er fyrir hendi.