Fimmtudagur 1.5.1997
Að morgni 1. maí fórum við Rut á Laugardalsvöllinn, þar sem kom í minn hlut að flytja ávarp við upphaf kyndilhlaups umhverfis landið vegna 7. smáþjóðaleikanna, sem verða haldnir og hefjast 2. júní nk. Hafði ég þann heiður að kveikja á kyndlinum og afhenda hann fyrsta hlauparanum. Finnst mér raunar fjölmiðlar gera sér lítinn mat úr þessu framtaki Ungmennafélags Íslands, sem virkjar fólk umhverfis allt landið. Að kvöldi 1. maí fórum við í Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins og sáum hina margrómuðu uppfærslu Baltasar Kormáks á leikritinu Skækjan.