Fimmtudagur 10.7.1997
Síðdegis fimmtudaginn 10. júlí tók ég þátt í góðri veislu í tilefni af því að hinir ágætu samstarfsmenn mínir um gerð þessarar síðu á Miðheimum gengu í nýtt félag með DV, Skímu og Opnum kerfum. Er nýja fyrirtækið í glæsilegum húsakynnum í gömlu Hampiðjunni, sem þeir DV-menn eru nú að breyta í alhliða fjölmiðlunarhús. Að kvöldi fimmtudagsins 10. júlí var ég við opnun myndlistarsýningar þriggja listamanna frá Bretlandi, Portúgal og Íslandi í Gerðarsafni í Kópavogi.