14.8.1997 0:00

Fimmtudagur 14.8.1997

Í hádeginu fimmtudaginn fór ég í Keflavíkurstöðina og flutti ávarp og svaraði spurningum hjá Kiwanisklúbbnum Brú, þar sem bæði Bandaríkjamenn og Íslendingar eru félagar. Ræddi ég meðal annars um varnarstöðina og íslenska menningu. Að kvöldi fimmtudagsins 14. ágúst fór ég á frumsýningu kvikmyndarinnar Blossa. Sýndi myndin annan heim en ég hef kynnst og er hann alls ekki til fyrirmyndar. Er umhugsunarefni, hvort myndin verður einhverjum víti til varnaðar.