11.9.1997 0:00

Fimmtudagur 11.9.1997

Fimmtudaginn 11. september fór ég síðdegis í Fjölbrautaskóla Vesturlands, Akranesi, og afhenti nemendafélaginu og fulltrúum nemenda viðurkenningu fyrir framgöngu þeirra við jafningjafræðslu, það er baráttu gegn fíkniefnanotkun. Var Ásdís Halla Bragadóttir, aðstoðarmaður minn, með í förinni, en hún hefur átt drjúgan þátt í hinu góða samstarfi, sem hefur tekist milli menntamálaráðuneytisins og Félags framhaldsskólanema um jafningjafræðsluna, en hún hófst formlega 1. mars 1996. Að kvöldi fimmtudagsins tók ég þátt í kvöldverði gamalla félagsmanna í Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Var það ánægjuleg stund, þar sem Friðrik Sophusson fjármálaráðherra rifjaði upp minningar frá þeim tíma, þegar við vorum í Háskóla Íslands, og Margrét Leósdóttir, formaður Vöku, gerði grein fyrir störfum félagsins um þessar mundir.