Fimmtudagur 11.12.1997
Fór um hádegisbilið til Keflavíkur vegna undirritunar skipulagsskrár um Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Fór síðdegis í heimsókn í Menntaskólann á Laugarvatni, þar sem ég opnaði formlega svonefndan ferðamálavef, sem er samstarfsverkefni skólans og sveitarfélaga í nágrenni hans. Skoðaði skólahúsnæði og heimavist en var síðan boðinn í glæsilegt kaffiboð á heimili skólameistarahjónanna. Vefsíðan er til marks um gagnlegt samstarf skóla og næstu nágranna hans.