18.12.1997 0:00

Fimmtudagur 18.12.1997

Háskólafrumvörpin samþykkt á Alþingi. Ég efni til fundar í ráðuneytinu með stjórnendum Kennaraháskóla Íslands og verkefnisstjórn vegna sameiningar skólanna og við förum yfir næstu skref. ----- Annars einkennast þessir síðustu dagar þinghaldsins af því hjá ráðherrum og þingmönnum, að þeir reyna að sameina að vera sem mest á Alþingi og sinna jafnframt ýmsu, sem rengist undirbúningi jólanna og má þar meðal annars nefna hefðbundin jólasamkvæmi með vinum og samstarfsmönnum. Boðað er til þingflokksfunda með skömmum fyrirvara og menn sitja og bíða eftir að umræðum ljúki til að geta tekið afstöðu til mála í atkvæðagreiðslum.