Fimmtudagur 14.11.1996
Klukkan 11 að morgni 14. nóvember fór ég í Tæknigarð og hlýddi á jarðeðlisfræðinga lýsa gangi mála í Vatnajökli frá því fyrir gos og fram yfir jökulhlaupið. Bendir margt til þess, að eldgosahrina kunni að vera að hefjast í Vatnajökli. Bauð ég þingmönnum að sitja þennan fræðslufund, sem háskólarektor undirbjó að minni ósk. Því miður sáu aðeins fjórir þingmenn sér fært að þiggja boðið. Síðdegis 14. nóvember ræddum við Svavar Gestsson saman á Bylgjunni undir stjórn Skúla Helgasonar. Jafnframt veitti ég Rás 2 og sjónvarpsstöðvunum viðtöl um málefni LÍN.