4.9.2002 0:00

Miðvikudagur 4.9.2002

Klukkan 14.30 héldum við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins blaðamannafund í Ráðhúsinu og kynntum stefnumál, sem við ætlum að flytja í borgarstjórn á haustmánuðum. Fréttamenn spurðu mig einnig um umtalið um að Ingibjörg Sólrún ætti að bjóða sig fram til þings í tilefni að skoðanakönnun á vegum Kreml.is, sem sýndi, að undir leiðsögn ISG mundi Samfylkingin bæta við sig 8% fylgi. Klukkan 16.00 var síðan reglulegur fundur í borgarstjórnarflokknum.