10.10.2001 0:00

Miðvikudagur 10.10.2001

Klukkan 08.45 setti ég alþjóðaráðstefnu þjóðskjalavarða á Hótel Loftleiðum. Klukkan 13.00 setti ég barna- og unglingahátíðina Köttur úti í mýri í Norræna húsinu og opnaði sýninguna Sjöundi himinn. Klukkan 14.00 var utandagskrárumræða á alþingi um fjárhagsvanda RÚV og þar hreyfði ég þeirri hugmynd að rás 2 yrði svæðismiðstöð landshlutastöðva RÚV með aðsetur á Akureyri. Klukkan 15.30 fór ég á fund Rannsóknarráðs Íslands og kynnti frumvörp um nýskipan rannsóknarmála. Klukkan 16.30 tók ég þátt í að opna nýjan samkomusal Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Klukkan 18.15 flutti ég ræðu um utanríkismál í Lions-klúbbnum Baldri í Hótel Esju.