Miðvikudagur 12.9.2001
Klukkan 07.30 var ég í samtali á rás 2 um árásina á Bandaríkin. Hitti í hádeginu vísindaráðherra frá Kanada en hann var kallaður heim seinna þennan sama dag vegna árásarinnar á Bandaríkin og send eftir honum flugvél. Klukkan 14.30 staðfesti ég samstarfssamning milli Landmælinga Íslands og Örnenfnastofnunar við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Klukkan 19.30 tók ég þátt í Kastljósi í sjónvarpinu með Baldri Þórhallssyni lektor undir stjórn Gísla Marteins Baldurssonar og ræddum við árásina á Bandaríkin.