17.1.2001 0:00

Miðvikudagur 17.1.2001

Hitti um kvöldið Þórunni og Vladimir Ashkenazy og kynnti meðal annars fyrir honum stöðu tónlistarhússins, en hann er mikill áhugamaður um að það rísi og ráðlagði mér á sínum tíma, að við skyldum leita til Artec-fyrirtækisins í New York um ráðgjöf vegna hljómburðar og verða kröfur þeirra hafðar að leiðarljósi.