19.4.2000 0:00

Miðvikudagur 19.4.2000

Þetta var mikill gleðidagur, því að þá eignuðust Sigríður Sól dóttir okkar og Heiðar Már eiginmaður hennar son, fyrsta barnabarnið okkar Rutar. Klukkan 14.00 voru nýir salir Listasafns Reykjavíkur opnaðir í Hafnarhúsinu. Klukkan 20.00 fór ég í Hallgrímskirkju og hlustaði á Mótettukórinn flytja Jóhannesarpassíuna undir stjórn Harðar Áskelssonar.