Miðvikudagur 5.4.2000
Klukkan 10.00 var blaðamannafundur í Listasafni Íslands, þar sem Microsoft kynnti með formlegum hætti íslenska útgáfu sína á Windows 98. Síðdegis svaraði ég fyrirspurn á alþingi frá Kolbrúnu Halldórsdóttur um Fullorðinsfræðslu fatlaðra. Klukkan 17.00 setti ég 19. Reykjavíkurmótið í skák í Ráðhúsinu.