2.2.2000 0:00

Miðvikudagur 2.2.2000

Þennan dag varð Inga Þorgeirsdóttir, tengdamóðir mín, áttræð og héldu dætur hennar afmælisveislu hennar á heimili okkar Rutar. Var þar margt góðra gesta og kór Þorgerðar setti sérstakan svip á hátíðina með því að syngja fyrir gesti, þegar þeir komu til veislunnar.