Miðvikudagur 26.1.2000
Klukkan 08.00 voru fundir í Borgarholtsskóla með kennurum og nemendum. Klukkan 14.00 fór ég í Tækniskóla Íslands og efndi þar til fundar með kennurum og öðrum starfsmönnum ásamt með Geir Gunnlaugssyni, formanni undirbúningsfélags um einkarekstur á skólanum. Kynntum við stöðu málsins og svöruðum spurningum.